06.05.1980
Sameinað þing: 52. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2344 í B-deild Alþingistíðinda. (2238)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Tómas Árnason viðskrh.):

Herra forseti. Kjörbréfanefnd hefur rannsakað kjörbréf Haralds Ólafssonar, Einarsnesi 18, Reykjavík, en hann er 1. varaþm. Framsfl. í Reykjavíkurkjördæmi og tekur sæti hæstv. utanrrh., 5. þm. Reykjv., sem hefur ritað forseta Sþ. það bréf sem hann las upp á fundinum áður.

Kjörbréfanefnd hefur shlj. samþykkt að mæla með því, að kjörbréf Haralds Ólafssonar verði samþ. og kosning hans tekin gild.