06.05.1980
Sameinað þing: 53. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2432 í B-deild Alþingistíðinda. (2281)

234. mál, fjárfestingar- og lánsfjáráætlun 1980

Matthías Á. Mathiesen:

Herra forseti. Hæstv, forsrh. vék að því áðan, þegar hann var að gefa skýringar á orðunum „um það bil“, að kannske hefðum við farið betur út úr kosningunum 1978, ef okkur hefði tekist um það bil að framkvæma það sem við hefðum gjarnan viljað gera í þeirri ríkisstj. Ég er sannfærður um að við hefðum farið betur út úr kosningunum 1978 ef okkur hefði ekki tekist að framkvæma um það bil allt sem við framkvæmdum í orkumálunum.