07.05.1980
Efri deild: 77. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2449 í B-deild Alþingistíðinda. (2303)

7. mál, söluskattur

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Það er aðeins til að koma í þingtíðindin réttri sögu málsins. Þegar þing var rofið í haust féllu lögin um hækkaðan söluskatt úr gildi. Þá tók við völdum minnihlutastjórn Alþfl. studd af Sjálfstfl. Hún gaf þau lög út á nýjan leik. Þess vegna vildi ég koma því að hér, að ég lít svo á að þessar skattálögur séu alveg greinilega að talsverðu leyti á ábyrgð Sjálfstfl. — Ég vildi koma því í þingtíðindin.