08.05.1980
Sameinað þing: 54. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2478 í B-deild Alþingistíðinda. (2352)

Umræður utan dagskrár

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Mér er ljóst að það er auðvitað vandi að koma málum að þar eð mörg mál liggja hér fyrir þinginu og svo málglaðir sem menn eru. Forseti hefur auðvitað gefið eðlilegar skýringar á þeim drætti sem hefur orðið á því að þetta mál kæmist á dagskrá. En mér finnst eðlileg krafan sem hv. þm. Vilmundur Gylfason bar fram um að málið verði ekki afgreitt út úr fjvn. fyrr en umr. hefur farið fram hér í þinginu um þessa fyrirspurn. Ég vil því óska eftir því við forseta, að hann beiti sér fyrir því, að sá háttur verði á hafður, nefnilega haga dagskrá þannig og að forseti beini því til fjvn. að vinna þannig að hægt sé að verða við þessari kröfu, því mér finnst hún þingleg og eðlileg.