09.05.1980
Neðri deild: 72. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2534 í B-deild Alþingistíðinda. (2438)

34. mál, brunatryggingar utan Reykjavíkur

Jósef H. Þorgeirsson:

Herra forseti. Heilbr.- og trn. hefur haft til athugunar frv. til 1. um breyt. á lögum um brunatryggingar utan Reykjavíkur, nr. 59 frá 1954, með síðari breytingum. Nefndin er sammála um að mæla með því, að frv. verði samþ. óbreytt. Þetta frv. er flutt að beiðni Stéttarsambands bænda og fjallar um það, að öll hús í sveitum séu skyldutryggð. Þeirri skoðun var hreyft í n., að e. t. v. væri ekki þörf á því að láta þessa skyldutryggingu ná svo ótvírætt til allra útihúsa sem væru utan brunahættu við íbúðarhús. Að athuguðu máli gat meiri hl. n. ekki fallist á að eðlilegt væri að sérstakar reglur giltu um útihús í sveitum þó að þau stæðu eitthvað fjær íbúðarhúsi, það væri eðlilegast og vafningaminnst í öllu tilliti að ein og sama reglan gilti í sveitum, með nákvæmlega sama hætti og ein og sama reglan gildir um þessi efni á öllum þéttbýlisstöðum í landinu.