12.05.1980
Efri deild: 82. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2558 í B-deild Alþingistíðinda. (2508)

178. mál, upplýsingar hjá almannastofnunum

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. það um aðgang að upplýsingum hjá almannastofnunum á þskj. 407, sem hér er lagt fyrir hv. Ed., er lagt fram óbreytt frá því sem upphaflega lá fyrir þinginu 1977–1978 og var aftur lagt fyrir þingið 1978–1979. Á því þingi lágu upplýsingar fyrir hjá hv. allshn. d. um að í undirbúningi væri lagafrv. um tölvuskráningu upplýsinga um einkamálefni. Taldi n. æskilegt að geta skoðað þessi frv. samhliða þar sem þau vörðuðu skyld efni. Síðara frv. var lagt fram rétt fyrir þinglok vorið 1979 og komu málin því ekki til frekari meðferðar. Nú eru bæði frv. lögð samtímis fyrir þessa hv. d. til kynningar.

Frv. það á þskj. 407, sem hér er til umr., er óbreytt frá fyrri framlagningu. Eins og nú horfir við um þingstörf tel ég ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um frv. að þessu sinni, en vísa til fyrri umræðna.

Ég leyfi mér svo, herra forseti, að óska þess að frv. verði að þessari umr. lokinni vísað til 2. umr. og hv. allshn.