12.05.1980
Neðri deild: 74. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2560 í B-deild Alþingistíðinda. (2513)

52. mál, almenn hegningarlög

Dómsmrh. (Friðjón Þórðarson):

Herra forseti. Frv. þetta, sem komið er frá Ed., um breytingu á hegningarlögum, felur í sér þá breytingu eina að hækka sektahámark. Nauðsynlegt þykir að sektafjárhæðir almennt fylgi verðlagsþróun og sektahámark standi eigi í vegi fyrir því að sektir verði ákveðnar í samræmi við eðli brots. Það er í sjálfu sér matsatriði hvert lögboðið sektahámark skuli vera, en hér er gert ráð fyrir að hækka hámarkið í 30 millj. kr. að þessu sinni.

Herra forseti. Ég tel ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta frv., en legg til að því verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.umr. lokinni.