14.05.1980
Sameinað þing: 58. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2698 í B-deild Alþingistíðinda. (2694)

159. mál, gjöld af tónlistarvarningi

Fyrirspurnin hljóðar svo:

Hvað hafði ríkissjóður mikið fé, með tollum og með öðrum hætti, af seldum tónlistarvarningi á árinu 1979:

a) seldum hljómplötum,

b) seldum hljóðfærum,

c) seldum hljómflutningstækjum?

Óskað er eftir skriflegu svari.

Hér á eftir mun leitast við að svara framkominni fyrirspurn með hliðsjón af áætluðum tekjum ríkissjóðs á árinu 1979 með tilliti til upplýsinga sem aflað hefur verið frá Hagstofu Íslands um heildarinnflutningsverðmæti nefndra vöruflokka þar sem upplýsingar um sölu vara þessara innanlands á sama tíma eru ekki fyrir hendi. Innlend framleiðsla er annaðhvort mjög lítil eða engin á þessum vörum og er því ekki gerð hér grein fyrir tekjum ríkissjóðs af henni.

Sérstök grein er gerð fyrir söluskattstekjum í heild vegna vöruflokka þeirra sem fyrirspurnin varðar.

Hljómplötur. Engar tölulegar upplýsingar eru fyrirliggjandi um innflutning á hljómplötum sérstaklega. Hins vegar var heildarinnflutningsverðmæti (c. i. f.) á hljómplötum, böndum og miðlum með áteknu efni, íslensku og erlendu, 420 m. kr. Tolltekjur ríkissjóðs af vörum þessum eru taldar hafa numið 284 m. kr. Sérstakt tímabundið vörugjald var fellt niður af miðlum með íslensku efni með bráðabirgðalögum nr. 74/1979 um breyting á lögum nr. 107/1978, um sérstakt tímabundið vörugjald og er gjaldið nú eingöngu innheimt af miðlum með erlendu efni. Vörugjaldstekjur ríkissjóðs af vörum þessum, að teknu tilliti til ofangreindrar niðurfellingar á gjaldinu, eru áætlaðar um 200 m. kr.

Hljóðfæri. Hljóðfæri voru flutt inn fyrir um 407 m. kr. Tollur á vörum þessum er frá 0% til 50% og má gera ráð fyrir að tolltekjur hafi numið um 136 m. kr. Vörugjald var fellt niður af vörum þessum með fyrrnefndum lögum nr. 74/1979. Tekjur vegna innheimtu vörugjaldsins fram til þess tíma eru áætlaðar um 71 m. kr.

Hljómflutningstæki. Á árinu 1979 nam heildarinnflutningur hljómflutningstækja 1.250 m. kr. Gera má ráð fyrir að tolltekjur hafi numið um 763 m. kr. og vörugjaldstekjur um 575 m. kr.

Að því er varðar tekjur ríkissjóðs vegna innheimtu söluskatts af ofangreindum vöruflokkum skal tekið fram að erfitt er með stuttum fyrirvara að gefa upplýsingar í þeim efnum þar sem álagning er mjög breytileg, ýmist frjáls eins og á hljómplötum eða ákveðin af verðlagsyfirvöldum. Sé gengið út frá 30% meðaltalsálagningu má frjáls eins og á hljómplötum eða ákveðin af verðlagsyfirvöldum. Sé gengið út frá 30% meðaltalsálagningu má ætla að söluskattsgjaldstofninn hafi numið um 5.468 m. kr. og söluskattstekjur numið um 1.203 m. kr.

Skriflegt svar sjávarútvegsráðherra við fyrirspurn Stefáns Jónssonar um úthlutun úr aldurslagasjóði fiskiskipa, á þskj. 438, afhent þm. 14. maí.

Í tilefni af fyrirspurn Stefáns Jónssonar á þingskjali 438 til sjávarútvegsráðherra sneri ráðuneytið sér til Aldurslagasjóðs fiskiskipa með beiðni um umbeðnar upplýsingar, sem fylgja hér með í ljósriti.

Óskað var eftir skriflegu svari.

Steingrímur Hermannsson.

Samábyrgð Íslands á fiskiskipum.

Reykjavík, 12. maí 1980.

Sjávarútvegsráðuneytið,

Reykjavík.