16.05.1980
Efri deild: 89. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2701 í B-deild Alþingistíðinda. (2697)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Þorv. Garðar Kristjánsson:

Herra forseti. Ég tel óþarfa að samþ. þessa brtt. um markmið laganna, enda ekki alls kostar samþykkur sumu sem þar stendur. Það er aðalsmerki góðrar lagagerðar að það komi fram í efnisatriðum laganna hvert markmið þeirra er, en sé ekki sett fram í málskrúði sem er hrein sýndarmennska. Því greiði ég ekki atkvæði.