16.05.1980
Neðri deild: 78. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2772 í B-deild Alþingistíðinda. (2735)

174. mál, atvinnuleysistryggingar

Frsm. (Guðrún Helgadóttir):

Herta forseti. Heilbr.- og trn. hefur fjallað um frv. á tveimur fundum. Á fyrri fundinum komu Jón Ingimarsson formaður stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, og Eyjólfur Jónsson framkvæmdastjóri sjóðsins. Þeir lýstu sig báðir samþykka lagabreytingunni, sem frv. gerir ráð fyrir, og töldu hana ekki valda hækkun iðgjalda til sjóðsins. Ekki þótti þurfa að leita umsagnar verkalýðssamtakanna þar sem lagabreyting þessi er eitt af baráttumálum þeirra í komandi kjarasamningum.

Ágreiningur varð í n. um frv. Nokkrir nm. töldu að miða ætti við eitthvert hámark tekna maka, en töldu ekki eðlilegt að sérhver launþegi ætti rétt til atvinnuleysisbóta án tillits til þeirra. Stangast þar á skoðanir nm. á því, hvort hér sé um að ræða framfærslumál eða tryggingamál, eins og fram kemur í grg. með frv.

Með tilliti til þess, að ekki er gert ráð fyrir í frv. að lagabreytingin taki gildi fyrr en 1. jan. 1981, og jafnframt þess, að mál þetta verður meðal baráttumála verkalýðssamtakanna í komandi kjarasamningum, leggur n. til að frv. verði vísað til ríkisstj.

Fjarverandi afgreiðslu málsins voru Pétur Sigurðsson og Guðmundur G. Þórarinsson, en Sigurlaug Bjarnadóttir sat fundinn fyrir Matthías Bjarnason.