17.05.1980
Neðri deild: 79. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2800 í B-deild Alþingistíðinda. (2778)

184. mál, Iðnrekstrarsjóður

Frsm. (Páll Pétursson):

Herra forseti. Iðnn. hafði til meðferðar frv. til l., 184. mál, um Iðnrekstarsjóð. Hún skilar nál. á þskj. 533. Hún athugaði frv. og leggur til að það verði samþ. Einn nm., Friðrik Sophusson, skrifaði undir með fyrirvara og flytur við frv, brtt.

Til frekari áréttingar, vegna þess að sumir nm. töldu nokkra hættu á því að ósamræmis gætti í frv.-texta og í skýringum, viljum við leggja á það áherslu, að það er skilningur okkar að í 3. tölul. 6. gr. sé átt við það að sjóðnum sé bæði heimilt að ábyrgjast lán sem veitt eru vegna fjárfestingar og vegna framleiðslu.

Birgir Ísl. Gunnarsson var fjarstaddur við afgreiðslu málsins og tveir nm. skrifuðu undir nál. með fyrirvara, Jósef Þorgeirsson og Friðrik Sophusson, en fyrirvaralaust skrifuðu aðrir nm. undir.