17.05.1980
Neðri deild: 79. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2828 í B-deild Alþingistíðinda. (2795)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég ætla ekki að ræða þetta frv. efnislega. Þar sem ég á sæti í hv. félmn. Nd. gefst mér tækifæri þar til að kynna mér þetta mál. Ég vil aðeins segja það fyrir hönd sjálfstæðisþingmanna, að við teljum að þetta mál sé þannig vaxið að það hafi tekið þeim breytingum í Ed. að það þurfi að fara fram ítarleg skoðun í þingnefnd hér í Nd. og síðan að sjálfsögðu ítarlegar umr. í framhaldi af því. Við munum beita okkur fyrir slíkri könnun, vinna að málinu eins hratt og örugglega og okkur þykir nauðsynlegt og munum síðan gera grein fyrir okkar sjónarmiðum þegar málið verður tekið til 2. umr.