19.05.1980
Efri deild: 96. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2847 í B-deild Alþingistíðinda. (2838)

8. mál, skattur á verslunar- og skrifstofuhúsnæði

Viðskrh. (Tómas Árnason):

Herra forseti. Það er alveg rétt, sem kom fram hjá hv. þm. Lárusi Jónssyni, að þessi skattur er talsvert óvenjulegur. Hann var lagður á fyrst haustið 1978, þá sem brbl. í tengslum við efnahagsráðstafanir sem þá voru gerðar. Hann var síðan tímabundinn við árið 1979. Og enn er gert ráð fyrir að hann sé bundinn við árið í ár, þ. e. árið 1980, og falli niður ef hann verður ekki framlengdur með sérstökum lögum.

Ég fylgi því að leggja þennan skatt á á þessu ári vegna þess að hann er liður í tekjuöflun í sambandi við fjárlagagerð. En ég er þeirrar skoðunar, að þetta mál þurfi að taka til endurskoðunar á næsta þingi.