20.05.1980
Neðri deild: 81. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 2933 í B-deild Alþingistíðinda. (2902)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Út af fyrirspurnum hv. þm. vil ég taka þetta fram:

Ríkisstj. hefur engar ákvarðanir tekið um ráðstafanir í sambandi við verðbætur 1. júní. Ríkisstj. mun reyna að greiða fyrir gerð nýrra kjarasamninga eins og kostur er. Varðandi útgáfu brbl. er ríkisstj. bundin af ákvæði stjórnarskrárinnar um að brýna nauðsyn beri til, en fyrirheit um það fyrir fram að gefa ekki út brbl., hvernig sem á stendur, er ekki unnt að gefa.