28.05.1980
Neðri deild: 87. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3193 í B-deild Alþingistíðinda. (3123)

Umræður utan dagskrár

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Ég vil þakka forseta fyrir að gefa mér tækifæri til að eyða hér örfáum mínútum. Ég skal taka það fram strax, að ég mun verða stuttorður.

Ástæðan fyrir því, að ég kveð mér hljóðs utan dagskrár, er að mínu viti spurning um mjög alvarlegt mál, og ég vil því beina fsp. til hæstv. sjútvrh., en nú er að vísu staðgengill hans hæstv. menntmrh.

Eins og öllum þm. er væntanlega kunnugt var einn liðurinn í lausn þeirrar deilu milli sjómanna o; útvegsmanna á Vestfjörðum, sem yfir stóð fyrir nokkru, ósk um það til stjórnar Aflatryggingasjóðs og einnig til hæstv. sjútvrh., að þeir gengjust fyrir þeirri breytingu á reglugerð Aflatryggingasjóðs að því er varðaði greiðslu fæðispeninga, að fæðispeningagreiðslur yrðu hækkaðar í það sem næmi eðlilegum fæðiskostnaði. Þetta var ósk beggja samningsaðila, þ. e. sjómanna og útvegsmanna, og við það miðað að þessar endurskoðuðu nýju reglur gætu tekið gildi f. júní n. k. Þar sem senn er kominn sá tími vil ég gjarnan spyrja hæstv. ráðh. hvað líði þessari endurskoðun og hvort þess sé að vænta að við þessu verði orðið á eða fyrir þann tíma sem ósk var fram borin um.

Ég ætla ekki að orðlengja þetta og ætla ekki að upphefja hér almennar umræður, en taldi nauðsynlegt málsins vegna, þar sem þegar er að líða að tímasetningunni, að fá um það vitneskju frá hæstv. ráðh. hvernig þetta mál stendur.