28.05.1980
Sameinað þing: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3202 í B-deild Alþingistíðinda. (3147)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Út af síðustu ummælum hv. 1. þm. Norðurl. v. vil ég aðeins segja það, að frammistaða ríkisstj. í vetur gagnvart málefnum bænda og Framsfl. í heild sinni og sá litli tími, sem þeim hefur verið gefinn af þessu þinghaldi, þar sem liggja fyrir margar till. einmitt um landbúnaðarmálin, sýnir best hversu lítil alvara fylgdi á s. l. þingi því hjá framsóknarmönnum að ná því máli fram sem hann var þar að tala um. Það hefði kannske sýnst ástæða til að taka mn varamann fyrir hæstv, forsrh. á vordögum í fyrra, svo sem einn eða tvo daga, ef einhver raunverulegur áhugi hefði verið þá fyrir hendi á að koma til móts við bændur.