28.05.1980
Sameinað þing: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3203 í B-deild Alþingistíðinda. (3150)

Rannsókn kjörbréfs - varamenn taka þingsæti

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Það eru nokkur orð í tilefni af síðustu ræðu.

Væri ekki hægt að fá það upplýst hjá hv. þm. Páli Péturssyni, formanni þingflokks þeirra framsóknarmanna, hvaða skilyrði það voru sem þingflokkur Framsfl. setti á þingflokksfundi áðan fyrir því, að þingi yrði slitið eða ekki slitið, hverjir það voru, hinir og þessir með hin og þau skilyrði, sem fram komu á þeim þingflokksfundi? — Ég vænti þess, að hv. þingflokksformaður geti upplýst okkur hér um hvað þarna var á ferðinni.