28.05.1980
Sameinað þing: 68. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3204 í B-deild Alþingistíðinda. (3156)

229. mál, hásetahlutur og vinnutími á skuttogurum o.fl.

1. Hvert er meðalskiptaverðmæti, meðalúthaldsdagafjöldi og meðalhásetahlutur á skuttogurum á árinu 1979 og hver fjöldi skipanna á eftirtöldum landssvæðum:

Minni skuttogarar:

a)

Vestmannaeyjar–Snæfellsnes.

1.

Meðalskiptaverðmæti pr.

úthaldsdag

kr.

1 419 000

2.

Meðalúthaldsdagafjöldi:

2.1.

Á togurum yfir 300 daga

úthaldstíma

335 dagar

2.2.

Á togurum með 100–300

daga úthaldstíma

204 dagar

3.

Meðathásetahlutur árið 1979:

3.1.

Á 21 togara yfir 300

daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

9 887 592

3.2.

Á 4 togurum með

100–300 daga

úthaldstíma

kr.

6 021 100

4.

Fjöldi skipa 25.

b)

Vestfirðir.

1.

Meðalskiptaverðmæti

pr. úthaldsdag

kr.

1 970 000

2.

Meðalúthaldsdagafjöldi:

2. 1.

Á togurum yfir 300 daga

úthaldstíma

327 dagar

2.2.

Á togurum með 200–300

daga úthaldstíma

247 dagar

3.

Meðalhásetahlutur árið 1979:

3.1.

Á 9 togurum yfir 300

daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

13 399 152

3.2.

Á 3 togurum með

100–300 daga

úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

10 121 072

4.

Fjöldi skipa 12.

c)

Norðurland.

1.

Meðalskiptaverðmæti

pr. úthaldsdag

kr.

1 527 000

2.

Meðalúthaldsdagafjöldi:

2.1.

Á togurum yfir 300 daga

úthaldstíma

319 dagar

2.2.

Á togurum með 150-300

daga úthaldstíma

247 dagar

3.

Meðalhásetahlutur árið 1979:

3.1.

Á 12 togurum yfir

300 daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

10 131 950

3.2.

Á 6 togurum með

150–300 daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

7 845 115

4.

Fjöldi skipa 18.

d)

Austurland.

1.

Meðalskiptaverðmæti

pr. úthaldsdag

kr.

1 364 000

2.

Meðalúthaldsdagafjöldi:

2.1.

Á togurum yfir 300 daga

úthaldstíma

321 dagar

2.2.

Á togurum með 200–300

daga úthaldstíma

234 dagar

3.

Meðalhásetahlutur árið 1979 miðað við 15

menn:

3.1.

Á 9 togurum yfir 300

daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

9 107 155

3.2.

Á 2 togurum með

200–300 daga úthaldstíma,

áhöfn 15 menn

kr.

6 038 860

4.

Fjöldi skipa 11.

Stærri skuttogarar:

Á stærri skuttogurum er svokallað „premíukerfi“, þ: e. aflahlutur og föst laun, enn fremur eru þáttur í þeim launagreiðslum sérstök viðbótaraflalaun þegar landað er erlendis. Ekki liggja fyrir meðaltölur um það efni. Hér er tekinn meðalafli allra stærri skuttogara á landinu sem hafa úthaldstíma lengri en 300 daga á ári, þ. e. á svæðunum: Akureyri, Reykjavik, Hafnarfjörður.

1.

Meðalskiptaverðmæti

pr. úthaldsdag kr

1 910 000

2.

Meðalúthaldsdagafjöldi:

2.1.

Á togurum yfir 300 daga

úthaldstíma

346 dagar

2.2.

Á togurum með 200–300

daga úthaldstíma

244 dagar

3.

Meðalhásetahlutur 11 togara

árið 1979 með yfir 300 daga

úthaldstíma, áhöfn 24 menn

kr.

7 862 402

4.

Fjöldi skipa:

a)

Reykjavík 8

b)

Hafnarfjörður 3

c)

Akureyri 4

Sundurliðun:

Sundurliðun á útreikningi meðalaflahlutar 1979 á stærri skuttogurum á svæðunum Reykjavík—Hafnarfjörður—Akureyri.

Reiknað er meðalaflaverðmæti 11 skipa með úthaldstíma yfir 300 daga með 24 mönnum. Meðalúthaldstími 346 dagar — kr. 650 860 000

Reiknað er meðalaflaverðmæti 11 skipa með út-

haldstíma yfir 300 daga með 24 mönnum. Meðalút-

haldstími 346 dagar — kr. 650 860 000

Aflahlutur 660860000 x 0.66%

kr.

4 361 676

Fastakaup 346 dagar x 7 040/-

kr.

2 435 840

Frídagar 45 dagar x 8 448/-

kr.

380 160

Fæðispeningar í landi

50 dagar x 1 603/-

kr.

80 150

kr.

7 257 826

Orlof

kr.

604 576

kr.

7 862 402

Viðbótarlaun v/landana erlendis ekki reiknuð með.

2. Spurt er, hver var lögbundinn vinnutími háseta á þessum skipum á árinu 1979 miðað við meðalúthaldstíma?

Í lögum um hvíldartíma á íslenskum botnvörpuskipum, nr. 54/1976, 1. gr., segir:

„Þá er skip er að veiðum með botnvörpu eða á siglingu milli innlendra hafna og fiskimiðanna, skal jafnan skipta sólarhringnum í fjórar sex stunda vökur. Skal eigi nema helmingur háseta skyldur að vinna í einu, en hinn helmingurinn eiga hvíld, og skal hver háseti hafa að minnsta kosti 12 klukkustundir á sólarhring hverjum til hvíldar og matar.“ Þá segir og að samningar milli aðila um lengri vinnutíma skuli ógildir vera.

Frá upphafi vega virðist það hafa verið óskráð samkomulag milli útvegsmanna og sjómanna, að þetta lagaákvæði tæki aðeins til hinna hefðbundnu togara eða botnvörpunga, en eigendur þeirra áttu undantekningarlítið aðild að Félagi íslenskra botnvörpuskipaeigenda, sem enn er við lýði.

Þegar endurnýjun togaranna hófst um og upp úr 1970 og þá eingöngu með smíði skuttogara, skiptust þeir greinilega í tvo stærðarflokka: togara yfir 500 brúttólestir, nefndir skuttogarar af stærri gerð og eru þeir allir yfir 700 brl. að stærð, og togara undir 500 brl. að stærð. Eigendur stærri togaranna urðu aðilar að F. Í. B., sem annast gerð kjarasamninga vegna þeirra, en eigendur minni togaranna gengu í hin ýmsu útvegsmannafélög víðsvegar um landið eftir heimili þeirra. Þau félög og Landssamband íslenskra útvegsmanna annast gerð kjarasamninga á þessum stærðarflokki togara. Þessir tvennir kjarasamningar eru ólíkir að gerð og efni.

Reyndin varð og hefur orðið sú, að talið hefur verið, að vökulögin, sem áður voru nefnd, gildi fortakslaust um stærri togarana eins og eldri togarana áður, en ekki fyrir minni togarana og fiskibáta. Þess má þó geta, að í hásetasamningum fyrir minni togarana er ákvæði þess efnis, að hásetar skuli vinna á 6. klst. vöktum, þannig að þeir hafi 12 klst. hvíld á sólarhring. Ekkert ákvæði bannar, að lengur sé unnið, og raunar er ekkert ákvæði um það, hvort né heldur hve mikið skuli greitt fyrir slíka vinnu, ef unnin er.

Eins og kunnugt er reis vinnudeila í vor á skuttogurum á Vestfjörðum. Þar bar m. a. á góma þessi atriði, þ. e. vinnu umfram 12 klst. á sólarhring, vinnuálag sjómanna og fjarvistir þeirra frá heimilum.

Í þessum fyrirspurnum er einnig spurt um hliðstæð atriði:

a) Hver var fjarverutími þeirra (þ. e. sjómanna) frá heimilum sínum vegna vinnu sinnar?

b) Hver var vaktavinnutími þeirra, meðan skipið var að störfum?

c) Hefur ráðuneytið upplýsingar um fjölda unninna yfirvinnustunda á þessum skipum, þ. e. vinnustundir umfram lögbundinn vinnutíma?

Segja má, að þessar eða svipaðar spurningar hafi, eins og fyrr segir, risið í vinnudeilunni á Vestfjörðum. En í ljós kom, að hvorugur aðila gat látið nægjanlegar upplýsingar í té um þær og virðast þær hvergi vera til enn sem komið er. Hins vegar urðu deiluaðilar sammála um að kanna þessi atriði og skipuðu fjögurra manna nefnd til þess, tvo menn frá hvorum aðila. Nefndin hefur eitt ár til að ljúka störfum. — Ég vil taka fram, að meðan deilan stóð, bauðst ég til að skipa mann í þess háttar nefnd, og stendur það boð áfram.

Af þessu er ljóst, að bíða verður með svör við þessum spurningum þar til umrædd nefnd hefur lokið störfum og e. t. v. farið fram sams konar könnun annars staðar á landinu. Og að sjálfsögðu er hagsmunaaðilum sjálfum best trúandi til að komast til botns í þessu máli. Og þar sem þeir hafa nú ekki svör við þessum spurningum, er ekki von til þess, að þau séu annars staðar tiltæk.

3. Í 3. lið er spurt hver verða mundu laun hafnarverkamanns í Reykjavík, verkamanns við virkjanir í óbyggðum og fréttamanns hjá sjónvarpinu, ef þeir ynnu sambærilegan vinnutíma og hásetar á skuttogurum og ákvæðum í samningum viðkomandi starfsmanna um dag-, eftir- og nætur- og helgidagavinnu, fjarverutillegg og aðrar álagsgreiðslur á vinnuaðstöðu og vinnutíma yrði beitt.

Af ástæðum, sem raktar eru undir 2. lið um skort á nauðsynlegum upplýsingum, er eigi fært að veita svör við þessum fyrirspurnarlið að svo stöddu.

Loks vil ég taka fram, að ekki er kunnugt um, að hásetar á stærri togurunum hafi kvartað, a. m. k. í seinni tíð, yfir því að ákvæði vökulaganna hafi verið brotin, enda væri þeim þá opin leið til að kæra slíkt. Dómur hefur aðeins einu sinni gengið um vökulagabrot síðan 1956, og gerðist það skömmu eftir setningu laganna eða árið 1957.