29.05.1980
Efri deild: 106. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3213 í B-deild Alþingistíðinda. (3164)

Starfslok efri deildar

Eiður Guðnason:

Herra forseti. Fyrir hönd okkar þdm. vil ég þakka forseta góðar óskir í okkar garð. Jafnframt vil ég þakka honum fyrir hönd okkar allra umburðarlyndi við okkur og í senn röggsama og réttláta fundarstjórn. Skrifstofustjóra Alþingis og starfsfólki öllu færi ég einnig þakkir okkar þdm. Starfsfólki þingsins, hæstv. forseta og fjölskyldu hans óska ég gleðilegs sumars.

Ég bið hv. dm. að taka undir þá ósk og staðfesta hana með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]