29.05.1980
Neðri deild: 91. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3222 í B-deild Alþingistíðinda. (3181)

17. mál, Húsnæðismálastofnun ríkisins

Friðrik Sophusson:

Herra forseti. Ég tel að talsverðar bætur felist í sumum atriðum sem koma fram í því að frv. sem hér er verið að afgreiða, en þar sem frv. hefur tekið miklum breytingum í meðförum hv. Alþ. og margar breytingar eru til hins verra og þyngri á metunum en hinar og eins vegna hins, hve stuttur tími hefur gefist til að kanna frv. betur og þá einkum og sér í lagi fjármögnunarþáttinn, tel ég ástæðu til að vera gegn frv. og segi nei.