29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3231 í B-deild Alþingistíðinda. (3201)

35. mál, kaup og sala á fasteignum

Frsm. (Jóhanna Sigurðardóttir):

Herra forseti. Allshn. hefur haft til umfjöllunar till. til þál. um kaup og sölu á fasteignum og hafa henni borist umsagnir um það mál. Taldi n. að þrjár fyrstu mgr. till. næðu þeim tilgangi sem að er stefnt, en meginefnið er að lög um fasteignasölu, nr. 47/1938, verði endurskoðuð til að tryggja betur en nú er réttarstöðu kaupenda og seljenda í fasteignaviðskiptum og kveða nánar á en nú er um skyldur fasteignasalans gagnvart kaupendum og seljendum fasteigna, auk þess sem tryggari ákvæði verði sett um fasteignaviðskipti á byggingarstigi.

Nefndin taldi ekki ástæðu nú til að taka frekari afstöðu til endurskoðunarinnar og mælir því með að þrjár fyrstu mgr. verði samþykktar, en úr tillögugreininni falli tölul. 1–7.

Nefndin leggur því til að till. verði samþykkt með svofelldri breytingu: 4. mgr. tillgr. falli brott.