29.05.1980
Sameinað þing: 69. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3238 í B-deild Alþingistíðinda. (3219)

Kosning sjö manna og jafnmargra vara í stjórn Húsnæðisstofnunar ríkisins

Félmrh. (Svavar Gestason):

Herra forseti. Vegna ummæla hv. 1. þm. Norðurl. v. um, að kosningum í þessa stofnun hafi verið frestað í vetur að ósk Sjálfstfl., vil ég láta koma fram, að ég óskaði eftir því sem félmrh. að kosningu í stjórn þessarar stofnunar yrði frestað í vetur vegna þess, hvernig á stóð með meðferð húsnæðismálanna hér á hv. Alþingi. Ég hygg að sú ósk hafi verið frá mér komin á sínum tíma.