29.05.1980
Sameinað þing: 70. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 3252 í B-deild Alþingistíðinda. (3237)

Þinglausnir

Ólafur G. Einarsson:

Herra forseti. Í nafni okkar alþm. þakka ég hæstv. forseta fyrir góðar og hlýjar óskir í okkar garð. Jafnframt vil ég þakka honum einkar ánægjulegt samstarf, réttláta fundarstjórn og greiðvikni við okkur þm. Hið mjúkláta vald, sem hæstv. forseta er svo lagið að beita, hefur greitt fyrir störfum á annars nokkuð óvenjulegu þingi. Þá vil ég einnig nota þetta tækifæri til að flytja skrifstofustjóra Alþingis og starfsliði öllu okkar bestu þakkir fyrir vel unnin störf. Ég óska hæstv. forseta og fjölskyldu hans alls hins besta á sumrinu fram undan og vona að við hittum hann við góða heilsu á næsta þingi.

Ég bið þingheim að taka undir þakkir og árnaðaróskir með því að rísa úr sætum. — [Þingmenn risu úr sætum.]