17.12.1979
Neðri deild: 3. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 32 í B-deild Alþingistíðinda. (52)

21. mál, fiskvinnsluskóli

Dómsmrh. (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Ég mæli fyrir frv. til l. um breyt. á l. nr. 55 frá 15. apríl 1971, um fiskvinnsluskóla, en þetta frv. er endurflutt, það var raunar flutt áður á 100. löggjafarþinginu.

Hér er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða, en í sem stystu máli fjallar frv. um réttarstöðu fiskiðnaðarmanna og skýrari ákvæði um lokapróf og starfsþjálfun þeirra. Eins og segir í aths. við frv. þetta er jafnframt frv. þessu um fiskvinnsluskóla flutt frv. til l. um breyt. á l. nr. 108/1974, um Framleiðslueftirlit sjávarafurða, og hefur í dag verið mælt fyrir því frv. í Ed. Alþingis. Meginmarkmiðið með flutningi frv. þessara, ef að lögum verða, er að taka af tvímæli um réttarstöðu fiskiðnaðarmánna, er þeir hafa lokið prófi frá fiskvinnsluskólanum, og setja skýrari ákvæði um lokapróf, verklegt próf svo og starfsþjálfun að prófum loknum. Jafnframt er stefnt að því að afmarka betur en nú er gert námskeiðahald fyrir matsmenn svo og endurmenntun þeirra. Ef þingvilji er fyrir því, að frv. þetta verði að lögum, er æskilegt að það nái fram að ganga svo tímanlega að hægt verði að halda hin verklegu próf, sem um er fjallað í 2. gr. þessa frv., í lok yfirstandandi skólaárs, enda nái frv. um breyt. á l. nr. 108/1974, um Framleiðslueftirlit sjávarafurða; jafnframt fram að ganga, en málefni þau, sem frumvörpin fjalla um, eru nátengd.

Ég hygg að það sé ekki þörf á því að fjalla ítarlegar um einstakar greinar þessa frv., enda fóru fram umræður um það áður á þingi, en vil að lokum leyfa mér að leggja til að frv. verði vísað til 2. umr. og hv. menntmn.