24.01.1980
Sameinað þing: 16. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 535 í B-deild Alþingistíðinda. (589)

219. mál, hagræðingarlán til iðnaðar

Iðnrh. (Bragi Sigurjónsson):

Herra forseti. Ég harma að jafnmætur maður og ég tel Hjörleif Guttormsson, hv. þm., vera skuli — áreiðanlega viljandi — mistúlka orð mín áðan. Það, sem ég sagði, var ekki að ég teldi ekki þörf á fjármunum til iðnþróunarverkefna, heldur hitt, að ég hefði metið það í þeirri stöðu sem við vorum í nú, að réttara væri að komast hjá auknum erlendum lántökum en að fara í umrædda iðnþróun. Þar með sagði ég ekki að ekki væri þörf á iðnþróun, heldur hitt, að ég mat það meira virði að verjast auknum lántökum eins og málin stóðu og standa.