24.01.1980
Neðri deild: 24. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 538 í B-deild Alþingistíðinda. (597)

68. mál, útflutningsgjald af sjávarafurðum

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Það er samdóma álit n. að ljúka verði þessu máli. Ég vil ekki leyfa mér að draga það samdóma álit hennar í efa, en í framhaldi af orðum hv. 1. þm. Vestf. og viðtölum mínum við nokkra nm. í sjútvn. vænti ég þess og mælist til þess, að með því að þetta mál verði afgreitt ljúki n. ekki störfum sínum varðandi það. Ég held að það hljóti að koma fyllilega til greina að n. taki málið til frekari athugunar og beiti sér þá fyrir breytingum að lokinni slíkri athugun.

Ég segi fyrir mig, að ég gæti út af fyrir sig vel flutt brtt. eða frv. til l. um breytingu á væntanlegum lögum, en ég tel farsælla ef líkt yrði gert á breiðum grundvelli og áframhaldandi vinna og athugun færi fram í n. og n. kæmi fram með breytingar í þá átt. Ég held að það sé alveg rétt, sem hv. 1. þm. Vestf. sagði, að það er til skammar hvernig uppbótum á línufisk er háttað. Hér er um slíkan gæðafisk að ræða að það hlýtur að vera mikilvægt að beina sókn okkar að þeirri veiðiaðferð.