24.01.1980
Efri deild: 25. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 545 í B-deild Alþingistíðinda. (620)

79. mál, olíugjald til fiskiskipa

Frsm. (Stefán Guðmundsson):

Forseti. Sjútvn. Ed. hefur komið saman og fjallað um frv. til l. um tímabundið olíugjald til fiskiskipa, 79. mál. N. hefur rætt þetta frv. á fundi sínum og leggur til að það verði samþ. án breytinga. Undir það skrifa allir nm. sjútvn. — Stefán Jónsson skrifar undir með fyrirvara, en hann sat fund nefndarinnar í forföllum Geirs Gunnarssonar.