28.01.1980
Efri deild: 29. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 553 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

76. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Vilmundur Gylfason):

Herra forseti. Frv. það um veitingu ríkisborgararéttar, sem hér liggur fyrir, er árlegur viðburður. Í frv. þessu er greint frá 25 umsækjendum og fullnægja þeir allir skilyrðum þeim sem sett hafa verið af allshn. beggja þd., sbr. nál. á þskj. 830 frá 99. löggjafarþingi, dags 2, maí 1978. Enn fremur hefur rn. hlutast til um að afla umsagna um umsækjendur hjá viðkomandi lögreglustjóra og sveitarstjórnum á dvalarstöðum umsækjenda, sbr. 2. málsgr. 6. gr. laga nr. 100/1952, um íslenskan ríkisborgararétt.

Herra forseti. Ég þarf ekki að öðru leyti að orðlengja um þetta, en þess er óskað, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.