18.12.1979
Efri deild: 4. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 52 í B-deild Alþingistíðinda. (68)

30. mál, kosningar til Alþingis

Stefán Jónsson:

Herra forseti. Ég tel að hér sé ekki aðeins um þarflaust mál að ræða, heldur einnig óheppilegt. Hér er um það að ræða að Alþ. úrskurði það nú löglegt sem hæpið var að löglegt væri þá framið var. Víst sætti það gagnrýni, að efnt skyldi til kosninga í svartasta skammdeginu. Brbl. voru sett eftir að Alþ. átti þess nokkurn kost að leggja blessun sína yfir, víta eða gagnrýna efni brbl., svo sem eðli málsins býður. Ég vildi gjarnan flytja rökstudda dagskrá varðandi mál þetta og vísa því frá og mæli eindregið með því, að sá háttur verði nú upp tekinn vegna þess að of seint er að sakast um orðinn hlut, að hv. d. stuðli að því, að alþm. fái gleymt þessu máli í tímans rás með eðlilegum hætti.