05.02.1980
Sameinað þing: 20. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 661 í B-deild Alþingistíðinda. (750)

43. mál, happdrættislán vegna Norðurvegar og Austurvegar

Tómas Ámason:

Herra forseti. Ekki skal ég spá um ágæti þeirrar ríkisstj., sem við skulum vona að verði mynduð einhvern tíma, eða dæma um það, hvernig hún kann að verða. En varðandi þessar umr. — án þess að ég ætli að taka frekari þátt í þeim — vildi ég staðfesta það sem hv. þm. Ragnar Arnalds sagði hér áðan, að fyrir lá loforð um það frá mér sem fjmrh. að gefa út skuldabréf — mig minnir það vera 300 eða 350 millj. kr., ég man það ekki alveg, kannske frekar 300 millj. Þetta gerðist í þann mund sem stjórnarsamstarfið var að bresta, og þess vegna varð ekki af frekari framkvæmdum í málinu.

Þetta vildi ég aðeins upplýsa í sambandi við þetta mál að gefnu tilefni.