12.02.1980
Sameinað þing: 24. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 761 í B-deild Alþingistíðinda. (821)

Umræður utan dagskrár

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Ég komst svo að orði að hæstv. sjútvrh. hefði tekið ákvörðun sina bæði samkv. skýrum ákvæðum laga og hún hafi verið studd góðum rökum. Þar átti ég við eindregna tillögu Hafrannsóknastofnunar og fiskifræðinga. Ég held að það sé ekki hægt að leggja þann skilning í orð mín að þessi ríkisstj. ætli ekki að taka mið af öðru, t.d. reynslu sjómanna og útvegsmanna, og ég held að hv. 1. þm. Vestf. hafi ekki haft ástæðu til að skilja orð mín á þá lund.