12.02.1980
Neðri deild: 34. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (826)

107. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Að sjálfsögðu verða gefnar allar þær upplýsingar, sem hv, þm. óskaði eftir að gefnar yrðu, við meðferð málsins í fjh.- og viðskn. beggja deilda. Ég tel það svo sjálfsagt mál að ég taldi ekki þurfa að geta þess sérstaklega. Og að sjálfsögðu verður greiðsluheimildin að vera það rúm að unnt sé að greiða útflutningsbætur, svo að dæmi sé nefnt.