13.02.1980
Efri deild: 35. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 765 í B-deild Alþingistíðinda. (829)

3. mál, lántaka vegna framkvæmda á sviði orkumála

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Ég hef, eins og fram kom hjá hv. frsm., skrifað undir þetta nál. með fyrirvara. Við þrír nm. sjálfstæðismanna erum samþykkir fimm fyrstu greinum þessa frv. 6. greinin er um að ábyrgjast skuldabreytingalán, sem viðskiptabankar í eigu ríkisins veita olíufélögunum, og 7. gr. er um það, að fjmrh. er fyrir hönd ríkissjóðs heimilað að taka skammtímalán hjá Seðlabanka Íslands til að fjármagna tímabundinn mismun tekna og gjalda ríkissjóðs, allt að 4.5 milljörðum kr. Þarna er um óskyldar greinar að ræða meginmáli þessa frv., sérstaklega 7. gr. Það, sem í henni felst, er ákvörðun tekin í tengslum við skattlagningu vinstri stjórnarinnar á s.l. ári. Viljum við, sem skrifum undir nál. með fyrirvara, vera óbundnir af því að samþykkja þessar greinar.