13.02.1980
Neðri deild: 35. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 776 í B-deild Alþingistíðinda. (843)

107. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Aths. mín verður örstutt, því að ég nenni satt að segja ekki að halda áfram að elta ólar við hæstv. fjmrh.

Er það ekki alveg ljóst, að skilin á milli þess, sem er heimilt að greiða í greiðsluheimildum, og þess, sem ekki er heimilt, eru þau, að fjmrh. hefur aldrei fengið heimildir Alþingis til að hefja greiðslur til nýrra stofn- eða fjárfestingarframkvæmda? Það, sem segir í umræddum lögum sem hæstv. ráðh. var að vitna til rétt áðan, er að fjmrh. hafi heimild til að afla 12 þús. millj. kr. láns erlendis frá til þess að hægt verði að halda áfram framkvæmdum sem Alþ. hefur þegar tekið afstöðu til, svo sem eins og Vesturlinu, svo sem eins og hitaveituframkvæmdum ýmissa sveitarfélaga og fleiru slíku. Er gersamlega útilokað að hæstv. fjmrh. fáist til að skýra frá því, hvort hann ætli að hafa einhvern annan hátt á málunum af sinni hálfu, fái hann þessar greiðsluheimildir, en aðrir fjmrh. hafa haft sem Alþ. hefur veitt slíkar greiðsluheimildir fyrr? Og er útilokað að hæstv. fjmrh. vilji skýra frá því, hvort hann ætli að fylgja í stórum dráttum þeirri greiðsluáætlun, sem fylgt var af fjmrn. s.l. 11/2 mánuð, eða hvort hann ætli að breyta henni í þá átt sem hann er að gefa til kynna óbeint að hann hyggist gera og þá í fyrsta skipti í þingsögunni?