13.02.1980
Neðri deild: 35. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 777 í B-deild Alþingistíðinda. (847)

107. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Halldór Blöndal:

Herra forseti. Það fór eins og mig grunaði, að það væru margir lausir endarnir hjá hæstv. fjmrh. eins og þessari ríkisstj. yfirleitt.

Ég vil að gefnu tilefni aðeins taka það fram, að ég lít svo á að í þeirri greiðsluheimild, sem hér er um að ræða, felist ekki stórhækkun á niðurgreiðslum né gerbreyting á útgjöldum ríkissjóðs frá því sem verið hefur og ef til slíks kemur á þessu tímabili sé óhjákvæmilegt fyrir ríkisstj. að leggja það sérstaklega fyrir Alþingi.