13.02.1980
Neðri deild: 35. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 778 í B-deild Alþingistíðinda. (850)

78. mál, kjarasamningar Bandalags starfsmanna ríkis og bæja

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til i. um breyt. á lögum nr. 29 26. maí 1976, um kjarasamninga Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, sem flutt er af þeim hv. þm. Jóni Helgasyni, Gunnari Thoroddsen, Helga Seljan og Karli Steinari Guðnasyni. Nefndin leggur til að frv. verði samþykkt og er það samhljóða og án allra fyrirvara, en fjarverandi afgreiðslu málsins voru Matthías Á. Mathiesen og Svavar Gestsson.