13.02.1980
Efri deild: 37. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 781 í B-deild Alþingistíðinda. (864)

107. mál, bráðabirgðafjárgreiðslur úr ríkissjóði

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Á sameiginlegum fundi fjh.- og viðskn. Nd. og Ed. í morgun kom fram sú ósk hjá allmörgum nm., að lögð yrði fyrir nefndirnar greiðsluáætlun í svipuðu formi og gert var í desembermánuði þegar greiðsluáætlun af þessu lagi var samþykkt. Fram eftir degi vöktu vonir um að takast mundi að leggja slíka rammaáætlun fyrir nefndirnar í dag. Það hefur ekki tekist, en hins vegar hefur ráðh. bæði hér og á nefndarfundi heitið því, að slíkar greiðsluáætlanir á grundvelli fjárlaga 1979 verði samdar og okkur sendar, og í trausti þess hafa þeir, sem báru fram þessar óskir í morgun, mælt með því, að frv. verði samþykkt.