20.02.1980
Efri deild: 41. fundur, 102. löggjafarþing.
Sjá dálk 860 í B-deild Alþingistíðinda. (952)

44. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Ólafur Ragnar Grímsson):

Herra forseti. Aðeins örfá orð. — Það hlýtur að vera einhver misskilningur, að það eigi að reka þingið heim. Það hefur aðeins verið haft á orði að gera hlé á fundum deilda sameinaðs þings. En ég get glatt hv. þm. Lárus Jónsson með því, að í því þinghléi mun ég halda marga fundi í fjh.- og viðskn. þessarar d. til að athuga þetta mál sem og önnur.