03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1080 í B-deild Alþingistíðinda. (1001)

107. mál, manntal 1981

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það er einungis örstutt fsp. til formanns nefndarinnar.

Það eru margir sem álíta að lögheimili séu ekki rétt skráð hjá ýmsum íbúum þessa lands. Bar þetta mál nokkuð á góma í nefndinni eða aðgerðir til að tryggja að menn skrái lögheimili sín rétt. Þetta skiptir verulegu máli fyrir ýmis sveitarfélög. Því er til að mynda haldið fram, að raunverulegur íbúafjöldi í Reykjavík sé meiri en tölur gefa til kynna vegna þess að ýmsir, sem búi hér í raun og sannleika og ættu að eiga hér lögheimili, skrá sig annars staðar.