03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1082 í B-deild Alþingistíðinda. (1006)

118. mál, Lífeyrissjóður barnakennara og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Hér gildir hið sama um afgreiðslu og fyrr og einnig sú athugasemd mín, að ég hafi ekki haft tækifæri til að sækja þennan fund.

Í frv. sem slíku felst hagræðing ein. Ég er því samþykkur þessu frv. Hins vegar mun væntanlega gefast tækifæri síðar til að lita á lífeyrismál opinberra starfsmanna í heild. Ég vil að það komi fram hér, að á þessu stigi a.m.k. er fyrst og fremst um að ræða hagræðingaratriði sem ég legg til að verði samþykkt.