03.12.1980
Efri deild: 19. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1083 í B-deild Alþingistíðinda. (1012)

119. mál, Lífeyrissjóður bænda

Kjartan Jóhannsson:

Herra forseti. Það fengust ekki svör við þessum spurningum. Frsm. meiri hl. hafði það á tilfinningunni, að þetta þýddi minni útgjöld fyrir sjóðinn. Hv. þm. Lárus Jónsson hafði það á tilfinningunni, að þetta þýddi meiri útgjöld fyrir sjóðinn. (Gripið fram í.) Óverulega meiri, en samt meiri. Þetta stangast nokkuð á.

Mér sýnist rétt að þegar svona er mál í pottinn búið ljúkum við ekki 2. umr. fyrr en allar upplýsingar liggja fyrir. Ég geri ekki ráð fyrir að það muni tefja framgang málsins. 3. umr. gæti farið fram jafnframt síðari hluta 2. umr. mín vegna.

Mér finnst ekki rétt að þessari umr. sé lokið án þess að þessar upplýsingar liggi fyrir. Ég óska hér með eftir því við forseta, að málinu verði frestað.