22.10.1980
Neðri deild: 5. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 140 í B-deild Alþingistíðinda. (106)

Fundarsókn þingmanna

Forseti (Sverrir Hermannsson):

Ég má til með að biðja hv. þdm., sem heyra mál mitt, að meðtaka þau skilaboð — og alveg sérstaklega beini ég orðum mínum til formanna þingflokka — til annarra hv. þdm., að þetta verður ekki liðið svo framvegis, að menn mæti ekki til þingfundar á réttum tíma. Nú er klukkan fimm mínútur gengin í þrjú og hér hefur skella verið skekin að mönnum um langa hríð án árangurs. Þetta bið ég menn vinsamlegast að taka til alvarlegrar athugunar.