08.12.1980
Neðri deild: 25. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1200 í B-deild Alþingistíðinda. (1103)

131. mál, verðgildi íslensks gjaldmiðils

Forseti (Alexander Stefánsson):

Vegna ummæla eða aths. hv. þm. vil ég taka það fram, að þar sem hv. 5. þm. Suðurl., sem er varaþm., er að hverfa af þingi í dag hafði forseti þessarar deildar lofað honum að flytja framsögu fyrir þessu frv. hér í deildinni í dag. Það var vitað að viðkomandi ráðh. voru ekki í þinginu, en samt sem áður óskaði hv. þm. eftir því að hafa framsögu um málið.

Ég hafði raunar ákveðið, áður en umr. um þingsköp hófust hér að fresta umr. um þetta mál og taka það út af dagskrá og er það gert hér með.