09.12.1980
Sameinað þing: 30. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1228 í B-deild Alþingistíðinda. (1143)

365. mál, kostnaður við myntbreytinguna

Fyrirspyrjandi (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Svar við þessari fsp., sem hæstv. ráðh. hefur nú gefið, er að mínum dómi ekki fullnægjandi eins og fsp. er lögð fram.

Það má vel vera að það sé ekki möguleiki á því að áætla hver kostnaður t.d. einkaaðila sé í sambandi við þessa hluti né heldur opinberra aðila annarra en Seðlabankans, sem sér um myntsláttuna. Ráðh. gerði grein fyrir þeim kostnaði eins og Seðlabankinn í erindi eða bréfi til hans gerði grein fyrir. Ég held að hér sé um að ræða töluvert háar upphæðir, án þess að ég vilji nefna þær, það væru að sjálfsögðu ágiskunartölur. En ég held að einmitt það, að þessar tölur eru ekki handbærar, sýni okkur að hér var ekki að staðið eins og skyldi strax frá upphafi.

Reikningsmeðferð aura eftir myntbreytinguna, fsp. (þskj. 159). — Ein umr.