09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (1172)

157. mál, nýbyggingargjald

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Í árslok 1978 var lagt sérstakt nýbyggingargjald á flest mannvirki önnur en íbúðarhúsnæði. Tilgangur þessarar gjaldtöku var tvíþættur: annars vegar að afla ríkissjóði tekna, en hins vegar að takmarka fjárfestingar í nýbyggingum og draga þannig úr verðþensluáhrifum sem óheft fjárfesting á þessum vettvangi leiddi til.

Gjald þetta hefur aldrei gefið ríkissjóði miklar tekjur, og er áætlað að á þessu ári gefi það einungis rúmar 200 millj. kr. Gjald af þessu tagi getur vissulega átt rétt á sér til að draga úr fjárfestingu um skeið, en minni ástæða þykir til þess nú en var þegar gjaldið var lagt á. Þess vegna er hér lagt til að gjaldið falli niður, og er frv. það, sem hér er til umr., þess efnis.

Herra forseti. Ég legg til að lokinni þessari umr. verði þessu máli vísað til hv. fjh.- og viðskn.