09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1239 í B-deild Alþingistíðinda. (1174)

161. mál, stimpilgjald

Fjmrh. (Ragnar Arnalds):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir frv. til l. um breyt. á lögum nr. 36/1978, um stimpilgjald.

Eins og öllum hv. alþm. er kunnugt er fyrirhugað að breyting verði á verðgildi íslensks gjaldmiðils um næstu áramót. Vegna þessarar breytingar þykir eðlilegt að breyta þeim ákvæðum laga um stimpilgjald, sem hafa að geyma krónutöluviðmiðun, til samræmis við hið breytta verðgildi íslensku krónunnar. Jafnframt er með þessu Frv. lagt til að nokkrar minni háttar breytingar verði gerðar á öðrum ákvæðum laga um stimpilgjald. Þar sem opinberra gjalda 1980. 1240 rætt er um krónur í þessu frv. er átt við nýkrónur. Það skal skýrt tekið fram, að með þessu frv. er ekki verið að hækka stimpilgjaldið. Lögin verða því óbreytt að efni til eftir samþykkt þessa frv. Hér er einungis um formbreytingu að ræða, fyrst og fremst í samræmi við breytingu á verðgildi íslensks gjaldmiðils eða í tengslum við gjaldmiðilsbreytinguna.

Herra forseti. Ég held að það sé ástæðulaust að fjölyrða um þetta mál, sem að sjálfsögðu þarf að fá afgreiðslu fyrir n.k. áramót, en ég legg til að málinu verði að lokinni þessari umr. vísað til hv. fjh.- og viðskn.