09.12.1980
Neðri deild: 26. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1241 í B-deild Alþingistíðinda. (1179)

107. mál, manntal 1981

Forsrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Þetta frv. til l. um manntal er samið af hagstofustjóra, er hefur um það haft náið samráð við Samband ísl. sveitarfélaga, Reykjavíkurborg, Fasteignamat ríkisins, Framkvæmdastofnun ríkisins, félagsvísindadeild Háskóla Íslands, heilbr.- og trmrn., húsnæðismálastjórn ríkisins, Jafnréttisráð og Þjóðhagsstofnun. Aðalefni þess er þetta:

Samkvæmt gildandi lögum er gert ráð fyrir því, að manntal fari fram á Íslandi tíunda hvert ár, það ár sem endar á núlli. En fyrir tíu árum, 1970, var ákveðið að fella manntal niður vegna þess að þá hafði Þjóðskráin nýlega tekið til starfa og gerðu menn sér vonir um að þær upplýsingar, sem hún hefði að geyma, gerðu manntal óþarft. Reynslan hefur hins vegar sýnt að svo er ekki, því að Þjóðskrána vatnar ýmsar upplýsingar, svo sem um atvinnu, menntun og húsnæði, sem af ýmsum ástæðum er æskilegt og í rauninni nauðsynlegt að afla. Niðurstaðan af könnun þessa máls hefur því orðið sú að leggja til að almennt manntal fari fram á Íslandi 31. jan. 1981.

Allshn. Ed. fékk málið til meðferðar og mælti með frv. og var það samþykkt þar með einni brtt. sem n. flutti á þskj. 171.

Ég legg til, herra forseti, að málinu verði vísað til 2. umr. og hv. allshn. Þar sem frv. felur í sér að manntal fari fram í lok janúar næsta árs er nauðsynlegt að frv. nái fram að ganga og verði að lögum áður en þingi verður frestað fyrir jól.