10.12.1980
Neðri deild: 27. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1284 í B-deild Alþingistíðinda. (1232)

45. mál, viðskptafræðingar

Frsm. (Ingólfur Guðnason):

Herra forseti. Ég mæli hér fyrir nál. um frv. til l. um rétt manna til að kalla sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga.

Menntamálanefnd Nd. hefur rætt frv. og mælir með því, að það verði samþykkt. Eins og getið var um í framsögu er þetta fyrst og fremst frv. sem bindur menntun og starfsheiti saman. Hér hafa ýmsir menn á ýmsum tímum kallað sig viðskiptafræðinga eða hagfræðinga og hafa menn ekki fyllilega vitað hver menntun lá að baki þessum starfsheitum. Með frv. er kveðið nánar á um menntun að baki starfsheitinu viðskiptafræðingur eða hagfræðingur.

Allir nefndarmenn í menntmn. hafa skrifað undir það álit nefndarinnar, að hún mæli með því að frv. verði samþykkt óbreytt.