27.10.1980
Sameinað þing: 9. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 194 í B-deild Alþingistíðinda. (138)

Rannsókn kjörbréfs

Frsm. (Ólafur Jóhannesson utanrrh.):

Herra forseti. Samkvæmt því bréfi, sem lesið var hér áðan af forsetastóli, hefur kjörbréfanefnd komið saman á fund og athugað kjörbréf fyrir þá varaþingmenn sem hér verða nefndir á eftir:

Það er í fyrsta lagi kjörbréf fyrir Vigfús Jónsson bónda á Laxamýri, sem er 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Norðúrlandskjördæmi eystra. Í öðru lagi kjörbréf fyrir Níels Á. Lund kennara, Bifröst, Borgarfirði, sem er 1. varaþingmaður Framsfl. í Norðurlandskjördæmi eystra. Það er í þriðja lagi kjörbréf fyrir Markús Á. Einarsson, Þrúðvangi 9, Hafnarfirði, sem er varaþingmaður Framsfl. í Reykjaneskjördæmi. Og það er í fjórða lagi kjörbréf fyrir Þorbjörgu Arnórsdóttur húsmóður, Hala, en hún er 2. varaþingmaður Alþb. í Austurlandskjördæmi. Eins og tilkynnt var áðan af forseta liggur fyrir skeyti frá 1. varaþingmanni Alþb. í því kjördæmi, þar sem hann tilkynnir að hann geti ekki mætt nú til þings.

Kjörbréfanefnd hefur ekkert fundið athugavert við kjörbréf þau, sem hér hafa verið til umfjöllunar, og leggur því til að kjörbréfin öll verði samþykkt og kosning þeirra þingmanna, sem ég gat um, verði tekin gild.