13.12.1980
Sameinað þing: 34. fundur, 103. löggjafarþing.
Sjá dálk 1426 í B-deild Alþingistíðinda. (1400)

1. mál, fjárlög 1981

Pétur Sigurðsson:

Herra forseti. Þótt allir bændur úr þessu kjördæmi, sem hér eiga sæti á þingi, telji það hina einu réttu leið að stækka þessa höfn, svo sem um hefur verið rætt þeirra á meðal og hér liggja till. fyrir um að leggja fé til, þekki ég til þess, að það eru tugir annarra hafna allt í kringum landið sem þetta fé væri betur komið í. Auk þess tel ég ekki nokkurn möguleika á að gera þarna neina höfn sem getur orðið höfn í þeirri merkingu sem hún þyrfti að verða til vöruflutninga, nema fyrir svo stórkostlega upphæð að engu tekur tali. Það, sem hér er verið að leggja til, er aðeins brot af því. Ef hv. þm. úr þessu kjördæmi hafa hins vegar með þessari ákvörðun sinni verið að leggja drög að því að komið verði upp stórskipahöfn til að flytja út afurðir væntanlegrar stóriðju í kjördæminu, sem væri t.d. rekin með orku frá Blönduvirkjun, væri hægt að tala um þetta. En ég tel þetta hina mestu vitleysu eins og er og segi því nei.